Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Vestri 3-1 | Grindvíkingar áfram í 8-liða úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 28. maí 2019 21:00 Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel þór Grindvíkingar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á Vestra í dag. Sigurinn var sanngjarn og Vestramenn númeri of litlir fyrir Pepsi-Max deildar lið Grindavíkur. Leikurinn fór fremur rólega af stað en það dró þó til tíðinda á 12.mínútu. Gunnar Þorsteinsson tók þá aukaspyrnu við miðlínuna alveg úti við hliðarlínu. Boltinn virtist ætla að enda í fangi Giacamo Ratto í marki Vestra en hann missti boltann klaufalega innfyrir línuna og heimamenn komnir yfir. Á 39.mínútu kom Josip Zeba Grindavík síðan í 2-0 þegar hann potaði boltanum í netið af stuttu færi. Staðan 2-0 í hálfleik. Vestramenn þurftu mark til að koma sér inn í leikinn og það kom á 58.mínútu. Þá áttu gestirnir sendingu inn í teiginn sem Maciej Majewski í marki Grindavíkur lenti í vandræðum með. Hann varði boltann út en beint fyrir fætur Péturs Bjarnasonar sem skoraði í tómt markið. Eftir markið náðu Vestramenn ekki þeirri pressu sem maður hélt þeir myndu setja á Grindvíkinga. Heimamenn tóku völdin og þegar Aron Jóhannsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 76.mínútu voru úrslitin nánast ráðin. Grindvíkingar unnu 3-1 og eru komnir í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn í ansi mörg ár.Af hverju vann Grindavík?Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi ekki sýnt neinn stjörnuleik í dag voru þeir númeri of stórir fyrir Vestramenn. Gestirnir vörðust lengst af ágætlega og heimamenn fengu lítið af opnum færum. Að sama skapi sköpuðu gestirnir ekki mikið hinu megin. Eftir mark Vestra sýndu heimamenn síðan mátt sinn, héldu boltanum ágætlega og voru sterkari aðilinn. Sigurinn var aldrei í neinni sérstakri hættu og Vestri náði ekki að skapa sér opið færi.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru þeir Josip Zeba og Mark Mcausland traustir á miðjunni og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson stóð fyrir sínu og gott betur. Heimamenn hljóta þó að hafa nokkrar áhyggjur af því hverslu litlu framherjinn Patrick Nkoyi er að skila inni á vellinum, sérstaklega ef þeir eru að missa Vladimir Tufegdzig í meiðsli en hann var ekki með í dag. Hjá Vestra stóðu varnarmenn liðsins ágætlega fyrir sínu, í tveimur af mörkunum geta þeir ekkert betur gert en þeir gerðu.Hvað gekk illa?Giacamo Ratto átti ekki góðan leik í marki Vestra. Hann á alla sök á fyrsta markinu og virkaði óöruggur í sínum aðgerðum þrátt fyrir 1-2 ágætar vörslur. Grindvíkingar sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Tvö af mörkum þeirra komu beint úr aukaspyrnum og það þriðja úr klafsi í teignum eftir hornspyrnu.Hvað gerist næst?Grindvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Vestri er úr leik. Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðumSrdjan Tufegdzig.Vísir/Ernir„Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Srdjan Tufegdzig, þjálfari Grindavíkur, í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Bjarni Jóh: Fengum á okkur þrjú ljót mörkBjarni Jóhannsson er margreyndur í knattspyrnufræðunum.Vísir/VilhelmBjarni Jóhannsson þjálfari Vestra var ánægður með margt í leik sinna manna í dag þrátt fyrir 3-1 tap í Grindavík. „Við fengum á okkur þrjú ljót mörk í kvöld. Það er mjög slæmt að fá sig mark, í fyrsta lagi var engin aukaspyrna á þetta þó ég ætli nú ekki að afsaka markmanninn minn sem gerði auðvitað mistök. Auðvitað vissum við það að við myndum eiga á brattan að sækja en heilt yfir var þetta nokkuð jafn leikur,“ sagði Bjarni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Þeir spiluðu sig ekki í eitt einasta opið færi í fyrri hálfleik en samt var staðan 2-0 í hálfleik. Þannig að ég get ekki verið annað en stoltur af mínum strákum. Svo var eitt annað lítið atriði og það er að við spiluðum á móti vindi allan tímann og vindurinn var erfiður í fyrri hálfleik,“ en það er nokkuð til í þessum orðum Bjarna því sterkur vindur á mark Vestra í fyrri hálfleik datt niður í þeim síðari. Bjarni sagðist taka ýmislegt jákvætt úr leiknum. „Við vorum að halda boltanum og spila út úr pressu hvað eftir annað og gerðum þeim mjög erfitt fyrir. Dæmi um að þeim leið ekkert sérstaklega vel inni á vellinum var að þeir gerðu nokkrar breytingar á sínu liði og þegar við skoruðum markið komu lykilmenn inná.“ „Ég var ánægður með mitt lið og þetta er fínt skref fyrir okkur. Það var hörku dugnaður í mínum mönnum en það eru þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli og er yfirleitt munur á liðunum sem er í efstu deild og svo hinum.“ Gunnar: Yrði skemmtilegt að fá SuðurnesjaslagAron Jóhannsson skoraði þriðja mark Grindavíkur í kvöld.Vísir/DaníelGunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur segir það hafa verið draum sinn í mörg ár að komast langt í bikarnum. Hann var ánægður þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Við leggjum rosalega áherslu á þetta og mig er búið að dreyma um það síðan ég var krakki að komast virkilega langt. Það eru komin 25 ár síðan Grindavík fór í úrslit í fyrsta og eina skiptið og er það ekki viðeigandi á þessu afmælisári að gera það aftur.“ Gunnar skoraði fyrsta mark Grindavíkur í leiknum eftir mistök markvarðar Vestra en aukaspyrna Gunnars frá miðjum velli endaði í netinu. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga einu né neinu, ég ætlaði að skrúfa hann en missti hann upp í vindinn. Við Grindvíkingar erum veðurfræðingar upp til hópa og vissum að það myndi blása á annað markið í hálfleik og svo myndi það detta niður í hálfleik. Þannig að við lékum undan vindi í fyrri og svo var þetta bara þægilegt í seinni,“ sagði Gunnar og tók þar með undir orð Bjarna Jóhannssonar um aðstæður í kvöld. „Við vorum í vandræðum í fyrri með að hemja boltann. Við eigum nú að vera vanir aðstæðum, völlurinn var mjög góður en ég ætla að skrifa þetta á að við vorum of gíraðir. Spennustigið var hátt sem er kannski skárra en að mæta værukærir til leiks. Það var fyrir öllu að klára þetta og komast áfram.“ Gunnar sagði að það yrði gaman að fá Suðurnesjaslag í 8-liða úrslitum. „Þetta eru allt erfiðir leikir, sérstaklega á þessu stigi keppninnar. Ég held að það yrði skemmtilegt, sérstaklega fyrir bæjarlífið á Suðurnesjum, ef það yrði Suðurnesjaslagur þar sem væntanlega annað en Keflavík eða Njarðvík fara áfram,“ en þau mættust í kvöld en úrsltin voru ekki ráðin þegar þetta var ritað. Mjólkurbikarinn
Grindvíkingar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á Vestra í dag. Sigurinn var sanngjarn og Vestramenn númeri of litlir fyrir Pepsi-Max deildar lið Grindavíkur. Leikurinn fór fremur rólega af stað en það dró þó til tíðinda á 12.mínútu. Gunnar Þorsteinsson tók þá aukaspyrnu við miðlínuna alveg úti við hliðarlínu. Boltinn virtist ætla að enda í fangi Giacamo Ratto í marki Vestra en hann missti boltann klaufalega innfyrir línuna og heimamenn komnir yfir. Á 39.mínútu kom Josip Zeba Grindavík síðan í 2-0 þegar hann potaði boltanum í netið af stuttu færi. Staðan 2-0 í hálfleik. Vestramenn þurftu mark til að koma sér inn í leikinn og það kom á 58.mínútu. Þá áttu gestirnir sendingu inn í teiginn sem Maciej Majewski í marki Grindavíkur lenti í vandræðum með. Hann varði boltann út en beint fyrir fætur Péturs Bjarnasonar sem skoraði í tómt markið. Eftir markið náðu Vestramenn ekki þeirri pressu sem maður hélt þeir myndu setja á Grindvíkinga. Heimamenn tóku völdin og þegar Aron Jóhannsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 76.mínútu voru úrslitin nánast ráðin. Grindvíkingar unnu 3-1 og eru komnir í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn í ansi mörg ár.Af hverju vann Grindavík?Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi ekki sýnt neinn stjörnuleik í dag voru þeir númeri of stórir fyrir Vestramenn. Gestirnir vörðust lengst af ágætlega og heimamenn fengu lítið af opnum færum. Að sama skapi sköpuðu gestirnir ekki mikið hinu megin. Eftir mark Vestra sýndu heimamenn síðan mátt sinn, héldu boltanum ágætlega og voru sterkari aðilinn. Sigurinn var aldrei í neinni sérstakri hættu og Vestri náði ekki að skapa sér opið færi.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru þeir Josip Zeba og Mark Mcausland traustir á miðjunni og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson stóð fyrir sínu og gott betur. Heimamenn hljóta þó að hafa nokkrar áhyggjur af því hverslu litlu framherjinn Patrick Nkoyi er að skila inni á vellinum, sérstaklega ef þeir eru að missa Vladimir Tufegdzig í meiðsli en hann var ekki með í dag. Hjá Vestra stóðu varnarmenn liðsins ágætlega fyrir sínu, í tveimur af mörkunum geta þeir ekkert betur gert en þeir gerðu.Hvað gekk illa?Giacamo Ratto átti ekki góðan leik í marki Vestra. Hann á alla sök á fyrsta markinu og virkaði óöruggur í sínum aðgerðum þrátt fyrir 1-2 ágætar vörslur. Grindvíkingar sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Tvö af mörkum þeirra komu beint úr aukaspyrnum og það þriðja úr klafsi í teignum eftir hornspyrnu.Hvað gerist næst?Grindvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Vestri er úr leik. Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðumSrdjan Tufegdzig.Vísir/Ernir„Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Srdjan Tufegdzig, þjálfari Grindavíkur, í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Bjarni Jóh: Fengum á okkur þrjú ljót mörkBjarni Jóhannsson er margreyndur í knattspyrnufræðunum.Vísir/VilhelmBjarni Jóhannsson þjálfari Vestra var ánægður með margt í leik sinna manna í dag þrátt fyrir 3-1 tap í Grindavík. „Við fengum á okkur þrjú ljót mörk í kvöld. Það er mjög slæmt að fá sig mark, í fyrsta lagi var engin aukaspyrna á þetta þó ég ætli nú ekki að afsaka markmanninn minn sem gerði auðvitað mistök. Auðvitað vissum við það að við myndum eiga á brattan að sækja en heilt yfir var þetta nokkuð jafn leikur,“ sagði Bjarni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Þeir spiluðu sig ekki í eitt einasta opið færi í fyrri hálfleik en samt var staðan 2-0 í hálfleik. Þannig að ég get ekki verið annað en stoltur af mínum strákum. Svo var eitt annað lítið atriði og það er að við spiluðum á móti vindi allan tímann og vindurinn var erfiður í fyrri hálfleik,“ en það er nokkuð til í þessum orðum Bjarna því sterkur vindur á mark Vestra í fyrri hálfleik datt niður í þeim síðari. Bjarni sagðist taka ýmislegt jákvætt úr leiknum. „Við vorum að halda boltanum og spila út úr pressu hvað eftir annað og gerðum þeim mjög erfitt fyrir. Dæmi um að þeim leið ekkert sérstaklega vel inni á vellinum var að þeir gerðu nokkrar breytingar á sínu liði og þegar við skoruðum markið komu lykilmenn inná.“ „Ég var ánægður með mitt lið og þetta er fínt skref fyrir okkur. Það var hörku dugnaður í mínum mönnum en það eru þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli og er yfirleitt munur á liðunum sem er í efstu deild og svo hinum.“ Gunnar: Yrði skemmtilegt að fá SuðurnesjaslagAron Jóhannsson skoraði þriðja mark Grindavíkur í kvöld.Vísir/DaníelGunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur segir það hafa verið draum sinn í mörg ár að komast langt í bikarnum. Hann var ánægður þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Við leggjum rosalega áherslu á þetta og mig er búið að dreyma um það síðan ég var krakki að komast virkilega langt. Það eru komin 25 ár síðan Grindavík fór í úrslit í fyrsta og eina skiptið og er það ekki viðeigandi á þessu afmælisári að gera það aftur.“ Gunnar skoraði fyrsta mark Grindavíkur í leiknum eftir mistök markvarðar Vestra en aukaspyrna Gunnars frá miðjum velli endaði í netinu. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga einu né neinu, ég ætlaði að skrúfa hann en missti hann upp í vindinn. Við Grindvíkingar erum veðurfræðingar upp til hópa og vissum að það myndi blása á annað markið í hálfleik og svo myndi það detta niður í hálfleik. Þannig að við lékum undan vindi í fyrri og svo var þetta bara þægilegt í seinni,“ sagði Gunnar og tók þar með undir orð Bjarna Jóhannssonar um aðstæður í kvöld. „Við vorum í vandræðum í fyrri með að hemja boltann. Við eigum nú að vera vanir aðstæðum, völlurinn var mjög góður en ég ætla að skrifa þetta á að við vorum of gíraðir. Spennustigið var hátt sem er kannski skárra en að mæta værukærir til leiks. Það var fyrir öllu að klára þetta og komast áfram.“ Gunnar sagði að það yrði gaman að fá Suðurnesjaslag í 8-liða úrslitum. „Þetta eru allt erfiðir leikir, sérstaklega á þessu stigi keppninnar. Ég held að það yrði skemmtilegt, sérstaklega fyrir bæjarlífið á Suðurnesjum, ef það yrði Suðurnesjaslagur þar sem væntanlega annað en Keflavík eða Njarðvík fara áfram,“ en þau mættust í kvöld en úrsltin voru ekki ráðin þegar þetta var ritað.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti