Erlent

Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara.
Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara. Getty/Atilgan Ozdil/Anadolu Agency
Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun. Tvær af konunum sem höfðuðu einkamál á hendur Weinstein ætla sér að koma í veg fyrir að samkomulagið verði að veruleika.

Greint var frá því fyrir helgi að samkomulagið væri nálægt því að verða að veruleika. Á það að úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska. Er það 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Segja lögmenn Brock og lögmenn Wedil David að þeim finnist Weinstein sleppa vel út úr samkomulaginu, það komi sér vel fyrir þá sem störfuðu fyrir framleiðslufyrirtæki Weinstein auk þess sem að upphæðin sem standi fórnarlömbunum til boða sé ekki nógu há. Samkomulagið veltur á því að allar konurnar sem höfðuðu einkamál gegn Weinstein samþykki samkomulagið. Líklegt sé að þær muni ekki skrifa undir samkomulagið en tvær aðrar konur hafa þegar tilkynnt að þær muni ekki skrifa undir.

Þrátt fyrir að samkomulag sé mögulega í augsýn í þessu máli þarf Weinstein að svara til saka í tveimur málum á næstunni.

Ásakanir tveggja kvenna hafa leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka.

Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999.Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×