Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. maí 2019 17:00 Hefur þú fundið fyrir fiðrildi í maganum? Ástæðan er oxytoxín. Þegar við erum ástfangin og snertumst streyma ástarhormón í magann okkar og við upplifum þessa yndislegu fiðrildatilfinningu. Vísir/Ernir Kúr, knús og og innileg faðmlög. Allt hljómar þetta frekar krúttlegt og sætt, ekki satt? Samkvæmt vísindalegum rannsóknum erum við stórkostlega að vanmeta kosti þessara athafna. Það er ástæða fyrir því að líkamleg snerting er ein aðal leið okkar til að sýna væntumþykju og hrifningu. Það er ekki bara gott að snertast og kúra heldur gerist margt í líkamanum okkar sem við höfum ekki hugmynd um. Næstum öll tegund snertingar, faðmlög, knús eða kúr, losar um hormónið oxytoxín sem oft er nefnt ástarhormónið. Við finnum vellíðunartilfinninguna streyma fram í æðar og finnum fyrir hamingju. En hvaða áhrif hefur kúr og snerting á líkamann okkar?1. Bætir svefnRannsóknir sýna að losun oxytoxín út í líkamann fyrir svefn hefur veruleg bætandi áhrif á kæfisvefn og gæði svefns almennt. Ef þið þurfið að sannfæra makann ykkar um meira kúr fyrir svefninn þá ættir þú með góðri samvisku að geta flaggað fánanum KÚR að læknisráði.2. Kemur í veg fyrir þyngdaraukningu Þó að það séu margir þættir sem hafa áhrif á þyngdaraukningu fólks þá hafa rannsóknir sýnt að oxytoxín í líkamanum minnkar löngun þína til að borða meira en þú þarft (eating for pleasure). Þar hafið þið það heilsubloggarar, kúr og knús eru gott fyrir línurnar.3. Verkjastillandi Getur það verið að kúr og knús sé stundum betra ráð við hausverk en verkjalyf? Snerting getur haft ótrúlega jákvæð áhrif á verki og hafa rannsóknir sýnt fram á að oxytoxín getur dregið verulega úr almennum verkjum. Einnig hjálpar það við verkjastillingu hjá fólki sem er að kljást við alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Það má því segja að það sé sjaldan eins mikilvægt að snertast eins og þegar þú ert að ganga í gegnum veikindi eða ná þér eftir slys. 4. Styrkir ónæmiskerfið Hefur þú fundið fyrir fiðrildi í maganum? Ástæðan, enn og aftur, oxytoxín. Þegar við erum ástfangin og snertumst streyma ástarhormón í magann okkar og við upplifum þessa yndislegu fiðrildatilfinningu. 75% af ónæmiskerfinu okkar er staðsett í meltingarveginum og hefur aukning oxytoxín í líkamanum áhrif í að styrkja ónæmiskerfið og halda því stöðugu. Fólk sem faðmar oft og mikið er til dæmis mun ólíklegra til að veikjast.Í pistlunum Kemí séní skoðum við meðal annars líkamleg áhrif tilfinninga á borð við ást, ástarsorg, faðmlaga og fleira.Vísir/Hjalti5. Minnkar bólgur Hver hefði trúað því að knús, og faðmlög væru bólgueyðandi? En aukin losun oxytoxín í líkamanum getur hjálpað verulega til með bólgur. 6. Minnkar kvíða og stressRannsóknir hafa sýnt fram á að kúr og snerting hafa góð áhrif á taugakerfið. Þegar við upplifum góða snertingu af einhverju tagi, róumst við. Ef þú ert að kljást við kvíða eða stress þá getur náin og mikil snerting gert kraftaverk. Næst þegar þú þarft að róa þig niður prófaðu að halda í höndina á elskunni þinni, faðma hana eða einfaldlega bara hoppa upp í rúm, kúra og slaka. 7. Dregur úr áhættu á hjartasjúkdómum Bólgur, stress, kvíði og allt það sem nefnt er hér á undan eru stórir áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma en við losun oxytoxín minnkar áhættan verulega. Það má því sannarlega segja að knús, kúr og faðmlög séu hjartastyrkjandi. Er hægt að finna betri ástæðu til að knúsa í sig?8. Styrkir sambönd Þegar stress og álag er mikið getur það haft mjög neikvæð áhrif á sambandið. Með því að taka nokkrar mínútur þegar þú kemur heim alls ekki í kúrustuði þá gætir þú einmitt þurft mest á snertingu að halda. Prófaðu að faðmast í nokkrar mínútur næst þegar þú ert undir álagi. Við getum oft sagt hluti sem við sjáum eftir þegar við erum undir miklu álagi eða stressuð svo að það gæti verið betri hugmynd að loka munninum og opna faðminn. Sjáið hvað gerist. Samkvæmt þessum upplýsingum ætti kúr, knús og faðmlög að vera einn stærsti lykillinn að hamingju og góðri heilsu. Makamál hvetur því alla til að opna faðminn, knúsast og kúra í sig í nafni heilsunnar. Pistillinn er byggður á grein Dr. Will Cole, nánar hér. Tengdar fréttir Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál kynna til leiks fyrstu Einhleypu vikunnar, Brynju Jónbjarnardóttur, hagfræðing, markaðsráðgjafa og fyrirsætu. 21. maí 2019 11:15 Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00 Sönn íslensk makamál: Börn og aðrir minna þroskaðir menn Þegar fólk byrjar að rugla saman reytum í nútíma samfélagi þá eru yfirgnæfandi líkur á því að allavega annar aðilinn eigi að baki langt samband, hjónaband og jafnvel börn. 20. maí 2019 13:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Kúr, knús og og innileg faðmlög. Allt hljómar þetta frekar krúttlegt og sætt, ekki satt? Samkvæmt vísindalegum rannsóknum erum við stórkostlega að vanmeta kosti þessara athafna. Það er ástæða fyrir því að líkamleg snerting er ein aðal leið okkar til að sýna væntumþykju og hrifningu. Það er ekki bara gott að snertast og kúra heldur gerist margt í líkamanum okkar sem við höfum ekki hugmynd um. Næstum öll tegund snertingar, faðmlög, knús eða kúr, losar um hormónið oxytoxín sem oft er nefnt ástarhormónið. Við finnum vellíðunartilfinninguna streyma fram í æðar og finnum fyrir hamingju. En hvaða áhrif hefur kúr og snerting á líkamann okkar?1. Bætir svefnRannsóknir sýna að losun oxytoxín út í líkamann fyrir svefn hefur veruleg bætandi áhrif á kæfisvefn og gæði svefns almennt. Ef þið þurfið að sannfæra makann ykkar um meira kúr fyrir svefninn þá ættir þú með góðri samvisku að geta flaggað fánanum KÚR að læknisráði.2. Kemur í veg fyrir þyngdaraukningu Þó að það séu margir þættir sem hafa áhrif á þyngdaraukningu fólks þá hafa rannsóknir sýnt að oxytoxín í líkamanum minnkar löngun þína til að borða meira en þú þarft (eating for pleasure). Þar hafið þið það heilsubloggarar, kúr og knús eru gott fyrir línurnar.3. Verkjastillandi Getur það verið að kúr og knús sé stundum betra ráð við hausverk en verkjalyf? Snerting getur haft ótrúlega jákvæð áhrif á verki og hafa rannsóknir sýnt fram á að oxytoxín getur dregið verulega úr almennum verkjum. Einnig hjálpar það við verkjastillingu hjá fólki sem er að kljást við alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Það má því segja að það sé sjaldan eins mikilvægt að snertast eins og þegar þú ert að ganga í gegnum veikindi eða ná þér eftir slys. 4. Styrkir ónæmiskerfið Hefur þú fundið fyrir fiðrildi í maganum? Ástæðan, enn og aftur, oxytoxín. Þegar við erum ástfangin og snertumst streyma ástarhormón í magann okkar og við upplifum þessa yndislegu fiðrildatilfinningu. 75% af ónæmiskerfinu okkar er staðsett í meltingarveginum og hefur aukning oxytoxín í líkamanum áhrif í að styrkja ónæmiskerfið og halda því stöðugu. Fólk sem faðmar oft og mikið er til dæmis mun ólíklegra til að veikjast.Í pistlunum Kemí séní skoðum við meðal annars líkamleg áhrif tilfinninga á borð við ást, ástarsorg, faðmlaga og fleira.Vísir/Hjalti5. Minnkar bólgur Hver hefði trúað því að knús, og faðmlög væru bólgueyðandi? En aukin losun oxytoxín í líkamanum getur hjálpað verulega til með bólgur. 6. Minnkar kvíða og stressRannsóknir hafa sýnt fram á að kúr og snerting hafa góð áhrif á taugakerfið. Þegar við upplifum góða snertingu af einhverju tagi, róumst við. Ef þú ert að kljást við kvíða eða stress þá getur náin og mikil snerting gert kraftaverk. Næst þegar þú þarft að róa þig niður prófaðu að halda í höndina á elskunni þinni, faðma hana eða einfaldlega bara hoppa upp í rúm, kúra og slaka. 7. Dregur úr áhættu á hjartasjúkdómum Bólgur, stress, kvíði og allt það sem nefnt er hér á undan eru stórir áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma en við losun oxytoxín minnkar áhættan verulega. Það má því sannarlega segja að knús, kúr og faðmlög séu hjartastyrkjandi. Er hægt að finna betri ástæðu til að knúsa í sig?8. Styrkir sambönd Þegar stress og álag er mikið getur það haft mjög neikvæð áhrif á sambandið. Með því að taka nokkrar mínútur þegar þú kemur heim alls ekki í kúrustuði þá gætir þú einmitt þurft mest á snertingu að halda. Prófaðu að faðmast í nokkrar mínútur næst þegar þú ert undir álagi. Við getum oft sagt hluti sem við sjáum eftir þegar við erum undir miklu álagi eða stressuð svo að það gæti verið betri hugmynd að loka munninum og opna faðminn. Sjáið hvað gerist. Samkvæmt þessum upplýsingum ætti kúr, knús og faðmlög að vera einn stærsti lykillinn að hamingju og góðri heilsu. Makamál hvetur því alla til að opna faðminn, knúsast og kúra í sig í nafni heilsunnar. Pistillinn er byggður á grein Dr. Will Cole, nánar hér.
Tengdar fréttir Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál kynna til leiks fyrstu Einhleypu vikunnar, Brynju Jónbjarnardóttur, hagfræðing, markaðsráðgjafa og fyrirsætu. 21. maí 2019 11:15 Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00 Sönn íslensk makamál: Börn og aðrir minna þroskaðir menn Þegar fólk byrjar að rugla saman reytum í nútíma samfélagi þá eru yfirgnæfandi líkur á því að allavega annar aðilinn eigi að baki langt samband, hjónaband og jafnvel börn. 20. maí 2019 13:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál kynna til leiks fyrstu Einhleypu vikunnar, Brynju Jónbjarnardóttur, hagfræðing, markaðsráðgjafa og fyrirsætu. 21. maí 2019 11:15
Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00
Sönn íslensk makamál: Börn og aðrir minna þroskaðir menn Þegar fólk byrjar að rugla saman reytum í nútíma samfélagi þá eru yfirgnæfandi líkur á því að allavega annar aðilinn eigi að baki langt samband, hjónaband og jafnvel börn. 20. maí 2019 13:30