Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. júní 2019 00:01 Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/getty Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23