Rauða blokkin er með góða forystu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. Fréttablaðið/EPA Vísir/getty Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“