GÓSS sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu og boðar tónleikaferðalag í sumar Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 12:14 Margar helstu dægurlagaperlur þjóðarinnar er að finna á breiðskífunni. GÓSS Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira