Óli Jóels skelfingu lostinn í íslenskum sýndarveruleikaleik Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2019 14:00 Daníel Ómar var bara fimmtán ára þegar vinna við Mortem hófst. Mynd/GameTíví Ólafur Þór Jóelsson í Game Tíví fékk heldur betur frábæran gest í þáttinn en það er íslenski leikjahönnuðurinn Daníel Ómar. Daníel mætti ekki tómhentur því hann kynnti Óla fyrir hryllingsleiknum Mortem sem hann hefur unnið að frá árslokum 2016. Óli prófaði að sjálfsögðu leikinn og það með sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn er eins og áður segir hryllingsleikur og má segja að leikjahönnuðinum hafi tekist ætlunarverk sitt því Óli var ein taugahrúga á meðan að á spilun stóð. Leikurinn snýst í raun um feluleik í dimmu húsi einu og vonandi hefur Óla liðið betur í fyrri feluleikjum sem hann hefur tekið þátt í. Ekki bætti úr skák þegar óvæntur aðili mætti á svæðið á meðan gleraugun voru á og spennan var mikil. Gametíví Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið
Ólafur Þór Jóelsson í Game Tíví fékk heldur betur frábæran gest í þáttinn en það er íslenski leikjahönnuðurinn Daníel Ómar. Daníel mætti ekki tómhentur því hann kynnti Óla fyrir hryllingsleiknum Mortem sem hann hefur unnið að frá árslokum 2016. Óli prófaði að sjálfsögðu leikinn og það með sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn er eins og áður segir hryllingsleikur og má segja að leikjahönnuðinum hafi tekist ætlunarverk sitt því Óli var ein taugahrúga á meðan að á spilun stóð. Leikurinn snýst í raun um feluleik í dimmu húsi einu og vonandi hefur Óla liðið betur í fyrri feluleikjum sem hann hefur tekið þátt í. Ekki bætti úr skák þegar óvæntur aðili mætti á svæðið á meðan gleraugun voru á og spennan var mikil.
Gametíví Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið