Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar Heimsljós kynnir 16. júlí 2019 16:00 Ljósmynd frá Malaví. gunnisal Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF. Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga. Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna. Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett. Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent
Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF. Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga. Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna. Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett. Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent