Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. júlí 2019 11:00 Í samskiptum augliti til auglits er mannfólkið búið að þróa með sér ákveðna siðmenningu og eru þar óskráðar reglur sem gilda. En hvaða lögmál gilda um rafræn samskipti? Er siðleysi viðurkenndara bak við lyklaborðið? Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hudruði ára. Við vitum flest öll hvað er dónaleg, kurteis eða viðeigandi framkoma. Ef við erum dónaleg er það yfirleitt meðvitað. Þegar við tölum saman í síma eiga sér stað upphaf og endir samskipta. En hvaða lögmál gilda á samskiptamiðlum? Um síðustu aldamót byrjuðu samskipti á forritum eins og MSN og einnig urðu til svokallaðir spjall-gluggar á Gmail. Það er ekki lengra síðan við opnuðum á nýjar víddir í samskiptum. Á síðustu 20 árum hefur þróunin verið svo hröð að stór hluti okkar samskipta fara fram í gegnum lyklaborðið. Ný samskiptavandamál og misskilningar verða til og ákveðið regluleysi virðist verða samþykkt form í samskiptum á netinu. Þegar ég hitti manneskju augliti til auglitis hef ég oft heyrt þessa setningu eða jafvel sagt hana sjálf: Hæ, Ég átti alltaf eftir að svara þér! Annað hvort hef ég þörf fyrir að afsaka mig eða hinn aðilinn gerir það. Þú færð samviskubit yfir því að vera ekki alltaf aðgengilegur, öllum. En hvenær springur þessi bubbla? Hvenær munum við þróa með okkur einhverja siðmenningu á samfélagsmiðlum. Mörkin í dag eru mjög óskýr, held að við flest getum verið sammála um það þó að fólk sé auðvitað mis agað. Það er eins og það sé ekki lengur til upphaf eða endir á samræðum og stundum er eins og siðleysi sé viðurkenndara bak við lyklaborðið. Það virðast ekki vera neinar áþreifanlegar reglur. Makamál kíktu í Bítið í morgun þar sem við fórum yfir rafræn samskipti og hugleiðingar um þessa hröðu þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár. Hægt er að hlusta á spjallið hér fyrir neðan. Ástin og lífið Bítið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hudruði ára. Við vitum flest öll hvað er dónaleg, kurteis eða viðeigandi framkoma. Ef við erum dónaleg er það yfirleitt meðvitað. Þegar við tölum saman í síma eiga sér stað upphaf og endir samskipta. En hvaða lögmál gilda á samskiptamiðlum? Um síðustu aldamót byrjuðu samskipti á forritum eins og MSN og einnig urðu til svokallaðir spjall-gluggar á Gmail. Það er ekki lengra síðan við opnuðum á nýjar víddir í samskiptum. Á síðustu 20 árum hefur þróunin verið svo hröð að stór hluti okkar samskipta fara fram í gegnum lyklaborðið. Ný samskiptavandamál og misskilningar verða til og ákveðið regluleysi virðist verða samþykkt form í samskiptum á netinu. Þegar ég hitti manneskju augliti til auglitis hef ég oft heyrt þessa setningu eða jafvel sagt hana sjálf: Hæ, Ég átti alltaf eftir að svara þér! Annað hvort hef ég þörf fyrir að afsaka mig eða hinn aðilinn gerir það. Þú færð samviskubit yfir því að vera ekki alltaf aðgengilegur, öllum. En hvenær springur þessi bubbla? Hvenær munum við þróa með okkur einhverja siðmenningu á samfélagsmiðlum. Mörkin í dag eru mjög óskýr, held að við flest getum verið sammála um það þó að fólk sé auðvitað mis agað. Það er eins og það sé ekki lengur til upphaf eða endir á samræðum og stundum er eins og siðleysi sé viðurkenndara bak við lyklaborðið. Það virðast ekki vera neinar áþreifanlegar reglur. Makamál kíktu í Bítið í morgun þar sem við fórum yfir rafræn samskipti og hugleiðingar um þessa hröðu þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár. Hægt er að hlusta á spjallið hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Bítið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira