Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:42 Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. Vísir/ap Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45
Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila