Enski boltinn

Lygilegt tíst norsks íþróttafréttamanns um næstu stjóra Manchester United frá árinu 2012

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty
Norski íþróttafréttamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn, Jan Aage Fjortoft, er góður að spá í spilin og það sannast ef litið er til baka til ársins 2012.

Ef litið er til baka á tíst sem hann birti þann 11. nóvember 2012 þá spáir Jan Aage, sem spilaði meðal annars með Sheffield United og Middlesbrough, fyrir í spilin um næstu stjóra Manchester United.

Hann segir í tístinu að Ferguson myndi halda vera frá árinu 2013 til 2016 en það rættist ekki. Ferguson hætti árið 2013 og við tók David Moyes í tæpt eitt ár.

Jan sagði þá að tvo stórnöfn myndu fylgja í röð en það var rétt hjá honum þar sem það voru þeir Louis van Gaal og Jose Mourinho.

Mourinho náði næstum því inn til ársins 2019 eins og sá norski spáði um en hann var rekinn í desember síðastliðnum. Við skútunni tók samlandi hans, Ole Gunnar Solskjær, eins og Jan Aage spáði fyrir um.







Ansi góður spámaður sá norski en landi hans, Solskjær, leiðir Manchester United á mánudagskvöldið er liðið mætir Wolves á útivelli.

United byrjaði ensku úrvalsdeildina frábærlega en þeir unnu 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×