Foreldrar Noru krefjast svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 23:15 Nora Quoirin. Vísir/AP Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55