Fyrsti sigur Gylfa og félaga │ Nýliðarnir burstuðu Newcastle Anton Ingi Leifsson skrifar 17. ágúst 2019 16:00 Gylfi og Bernard fagna sigurmarki Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton sem vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Watford á heimavelli, 1-0. Everton skoraði strax á tíundu mínútu. Langur bolti fram völlinn frá Lucas Digne skilaði sér í fætur Bernard sem lék inn á völlinn og kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki en Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton sem eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Watford er án stiga.FULL TIME: Everton 1-0 Watford It was nervy at times, but the Blues secure their first win of the season. There was some really nice football in there and some really promising performances, which will please Silva - but there's room for Everton to grow— Adam Jones (@Adam_Jones94) August 17, 2019 Vandræði Steve Bruce og Newcastle halda áfram en liðið tapaði 3-1 fyrir nýliðum Norwich á útivelli. Newcastle án stiga en Norwich komið með þrjú stig. Öll þrjú mörk Norwich gerði markahrókurinn Teemu Pukki en hann er fyrsti leikmaður Norwich sem gerir þrennu í úrvalsdeildinni í 26 ár. Jonjo Shelvey minnkaði muninn í uppbótartíma.3 - Teemu Pukki is the first player to score a @premierleague hat-trick for Norwich City since Efan Ekoku against Everton in September 1993. Magic. pic.twitter.com/G1BEHe6qBx— OptaJoe (@OptaJoe) August 17, 2019 Aðrir nýilðar, Aston Villa, eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Bournemouth á heimavelli. Gestirnir komust í 2-0 á fyrstu tólf mínútunum með mörkum frá Joshua King og Harry Wilson en einn nýju leikmanna Aston Villa, Douglas Luiz, minnkaði muninn í síðari hálfleik. Villa því án stiga eftir fyrstu tvo leikina en Bournemouth er komið með fjögur stig úr fyrstu tveimur umferðunum.Jack GreaLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLish makes Premier League history. pic.twitter.com/kBtBKVPJZe— Squawka Football (@Squawka) August 17, 2019 Brighton og West Ham gerðu svo 1-1 jafntefli. Javier Hernandez kom West Ham yfir á 61. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Leandro Trossard og lokatölur 1-1. Brighton með fjögur stig en West Ham eitt eftir fyrstu tvær umferðirnar. Síðasti leikur dagsins hefst svo klukkan 16.30 er Manchester City og Tottenham mætast á Etihad.Öll úrslit dagsins: Arsenal - Burnley 2-1 Aston Villa - Bournemouth 1-2 Brighton - West Ham 1-1 Everton - Watford 1-0 Norwich - Newcastle 3-1 Southampton - Liverpool 1-2 16.30 Man. City - Tottenham Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton sem vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Watford á heimavelli, 1-0. Everton skoraði strax á tíundu mínútu. Langur bolti fram völlinn frá Lucas Digne skilaði sér í fætur Bernard sem lék inn á völlinn og kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki en Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton sem eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Watford er án stiga.FULL TIME: Everton 1-0 Watford It was nervy at times, but the Blues secure their first win of the season. There was some really nice football in there and some really promising performances, which will please Silva - but there's room for Everton to grow— Adam Jones (@Adam_Jones94) August 17, 2019 Vandræði Steve Bruce og Newcastle halda áfram en liðið tapaði 3-1 fyrir nýliðum Norwich á útivelli. Newcastle án stiga en Norwich komið með þrjú stig. Öll þrjú mörk Norwich gerði markahrókurinn Teemu Pukki en hann er fyrsti leikmaður Norwich sem gerir þrennu í úrvalsdeildinni í 26 ár. Jonjo Shelvey minnkaði muninn í uppbótartíma.3 - Teemu Pukki is the first player to score a @premierleague hat-trick for Norwich City since Efan Ekoku against Everton in September 1993. Magic. pic.twitter.com/G1BEHe6qBx— OptaJoe (@OptaJoe) August 17, 2019 Aðrir nýilðar, Aston Villa, eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Bournemouth á heimavelli. Gestirnir komust í 2-0 á fyrstu tólf mínútunum með mörkum frá Joshua King og Harry Wilson en einn nýju leikmanna Aston Villa, Douglas Luiz, minnkaði muninn í síðari hálfleik. Villa því án stiga eftir fyrstu tvo leikina en Bournemouth er komið með fjögur stig úr fyrstu tveimur umferðunum.Jack GreaLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLish makes Premier League history. pic.twitter.com/kBtBKVPJZe— Squawka Football (@Squawka) August 17, 2019 Brighton og West Ham gerðu svo 1-1 jafntefli. Javier Hernandez kom West Ham yfir á 61. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Leandro Trossard og lokatölur 1-1. Brighton með fjögur stig en West Ham eitt eftir fyrstu tvær umferðirnar. Síðasti leikur dagsins hefst svo klukkan 16.30 er Manchester City og Tottenham mætast á Etihad.Öll úrslit dagsins: Arsenal - Burnley 2-1 Aston Villa - Bournemouth 1-2 Brighton - West Ham 1-1 Everton - Watford 1-0 Norwich - Newcastle 3-1 Southampton - Liverpool 1-2 16.30 Man. City - Tottenham