Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 16:06 Smáfuglar svala sér í hitabylgju í Belgrad í Serbíu. Áfram hefur verið heitt víða í águst eftir metmánuðinn júlí. Vísir/EPA Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent