Enski boltinn

Tilboðið of gott til að hafna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alex Iwobi.
Alex Iwobi. vísir/getty
Alex Iwobi samdi við Everton á lokadegi félagaskiptagluggans en hann yfirgaf þar með Arsenal í fyrsta skipti á ferlinum.

Nígeríumaðurinn hefur verið í herbúðum Arsenal frá unga aldri en sá ekki fram á mörg tækifæri með komu Nicolas Pep til Arsenal frá Lille.

Everton voru fljótir til og Marco Silva, stjóri Everton, sannfærði Iwobi um að velja þá bláklæddu frá Bítlaborginni eftir 148 leiki fyrir Lundúnarliðið.

„Tilboðið var of aðlaðandi til þess að hafna því. Stjórinn sagði við mig að hér væri pláss fyrir mig og að þeir myndu taka vel á móti mér. Allt sem þú vilt heyra sem leikmaður,“ sagði Iwobi.





„Hann hefur gefið mér sjálfstraust. Ég er tilbúinn í nýja áskorun og nýjan kafla í mínu lífi. Ég hafði alltaf þennan ungstirnis hugsunarhátt yfir mér hjá Arsenal svo vonandi næ ég að skapa mér nafn hjá Everton og skrá mig í söguna.“

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Everton. Ég leit á félagaskiptin og leikmennina sem þeir hafa komið með inn. Nokkrir frábærir leikmenn. Það er ekki bara ég því hér voru frábærir leikmenn áður og eru áfram hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×