Enski boltinn

Segir að Man. United vinni deildina á nýjan leik á undan Liverpool og að Salah yfirgefi Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville og Carragher saman.
Neville og Carragher saman. vísir/getty
Fyrrum knattspyrnumennirnir og núverandi spekingar Sky Sports, Gary Neville og Jamie Carrager, voru gestir á viðburðinum The Big Season Debate sem fór fram á vegum Sky.

Þar var rætt um hvaða lið gætu unnið ensku úrvalsdeildina og einnig var rætt um lægðina sem Manchester United hefur verið í síðustu ár.

Neville sagði að Manchester City, Liverpool og Totenham hafi öll gengið í gegnum sveiflur á síðustu árum. Nú væri það United sem hafði verið í þeim sveiflum.

Hann hélt áfram og sagði að þrátt fyrir sveiflur United væri líklegra að liðið myndi vinna deildina á undan Liverpool. Carragher skaut þó aðeins á hann þegar það kom fram.







Neville var ekki hættur og sagði ekki bara að United myndi vinna deildina á undan Liverpool heldur einnig að Mohamed Salah myndi yfirgefa Liverpool þegar hann sér ekki fram á að liðið vinni ensku úrvasdeildina.

Fyrrum hægri bakvörður enska landsliðsins er ekki þekktur fyrir að halda aftur af sér er hann sest í spekingarstólinn en myndbandið af þeim félögum rökræða þetta má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×