Enski boltinn

Zlatan opinn fyrir því að fara aftur til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan í leik með United.
Zlatan í leik með United. vísir/getty
Svíinn Zlatan Ibrahimovic er tilbúinn að snúa aftur á Old Trafford og aðstoða Man. Utd í sinni baráttu. Hann er laus allra mála í Bandaríkjunum í nóvember.

„Ég get auðveldlega spilað í ensku úrvalsdeildinni. Ef United þarf á mér að halda þá er ég hér,“ sagði Zlatan og spurning hvort þetta hljómi vel í eyru Ole Gunnar Solskjær, stjóra Man. Utd.

Zlatan er orðinn 37 ára gamall og hefur skorað 46 mörk í 49 leikjum í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann skoraði 28 mörk fyrir United leiktíðina 2016-17 en meiddist svo illa. Það endaði með því að hann var leystur undan samningi svo hann gæti farið til Bandaríkjanna.

Zlatan tengdist Man. Utd sterkum böndum og missir ekki af leik hjá liðinu. Sjálfstraust hans er í botni eftir frábært gengi í Bandaríkjunum og því viðrar hann þessa hugmynd núna. Það er ekkert offramboð af framherjum hjá Man. Utd og eflaust margir sem væru til í að sjá þetta gerast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×