Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 11:33 Erik ten Hag vann titil bæði tímabil sín hjá Manchester United, deildabikar og bikar, en gengið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppni var langt undir væntingum. Getty/Eddie Keogh Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira