Enski boltinn

Neville vandar Sanchez ekki kveðjurnar: „Hann er hörmulegur og það hljóta að vera til tvær útgáfur af honum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez í leik með Manchester United á síðustu leiktíð.
Sanchez í leik með Manchester United á síðustu leiktíð. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, lét Alexis Sanchez heldur betur heyra það í þættinum Monday Night Football.

Þátturinn er á Sky Sports hvern einasta mánudag þar sem farið er yfir helstu atriði helgarinnar í enska boltanum en aðal spekingarnir eru þeir Neville og Liverpool-maðurinn Jamie Carragher.

Sanchez gekk í raðir Man. Utd frá Arsenal í janúar 2018 og hefur ekki náð sér á strik síðan þá. Hægri bakvörðurinn geðugi er ekki hrifinn af Sílemanninum.







„Ég bauð hann velkominn í félagið því hann er þrautseigur framherji sem hleypur í gegnum línurnar og skorar mörk en hann hefur verið hörmulegur,“ sagði Neville

„Ég veit ekkert hvað gerðist. Það hljóta að vera til tvær útg´faur af honum. Einn spilaði fyrir Arsenal og Barcelona og síðan birtist hinn allt í einu í Manchester. Þeir þurfa að koma honum í burt frá félaginu.“

„Romelu Lukaku vildi ekki vera þarna. Það eru fjórir eða fimm leikmenn þarna sem vilja ekki vera þarna. Solskjær þarf að koma nokkrum burt á þessu ári og nokkrum á næsta ári,“ sagði foxillur Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×