Enski boltinn

Skelfileg byrjun Newcastle og framherji liðsins óskar eftir því að Bruce breyti leikskipulaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steve Bruce er strax kominn í vandræði.
Steve Bruce er strax kominn í vandræði. vísir/getty
Byrjun Steve Bruce með Newcastle hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í deildinni og nú eru vandræðin kominn inn í leikmannahópinn.

Bruce tók við Newcastle í sumar eftir að Rafa Benitez ákvað að endurnýja ekki samning sinn við félagið en Newcastle tapaði 3-1 fyrir nýliðum Norwich um helgina.

Yoshinari Muto, framherji Newcastle, var ekki sáttur um helgina og vandaði Bruce ekki kveðjurnar fyrir leikskipulagið um helgina. Muto kom inn sem varamaður í hálfleik í stað Joelinton.

„Þetta var mjög erfitt. Ég var aleinn og var alltaf umkringdur þremur eða fjórum andstæðingum. Sem framherji er það mjög erfitt og sem lið vorum í vandræðum,“ sagði Muto og hélt áfram:

„Þegar ég var að horfa á fyrri hálfleikinn sá ég að þetta yrði erfitt því ég sá að Joelinto var einnig í vandræðum. Pukki skoraði þrjú mörk og þeir voru öflugir í skyndisóknum. Ég væri til í að sjá það hjá okkur.“





„Ég væri til í að breyta hlutunum. Við verðum að breyta einhverju eftir tvö töp. Við verðum að æfa meira og ég vona að einstaklingsgæði mín verði mikilvæg á þessari leiktíð,“ sagði Muto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×