Enski boltinn

Lingard ekki skorað mark eða gefið stoðsendingu í ellefu af síðustu tólf mánuðum í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard í leiknum í gær.
Lingard í leiknum í gær. vísir/getty
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði með uppeldisfélaginu í ensku úrvalsdeildinni.

Lingard var á meðal þeirra ellefu sem voru í byrjunarliði United í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Paul Pogba klúðraði vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Marcus Rashford lagði upp markið fyrir Anthony Martial og náði enski landsliðsmaðurinn, Lingard, ekki að skora ná leggja upp í leiknum.

Blaðamaðurinn Duncan Alexander birti athyglisverða tölfræði eftir leikinn í gær sem sýnist hversu mörg mörk og stoðsendingar Lingard hefur gefið á síðustu mánuðum.







Lingard hefur ekki skorað né lagt upp í ellefu af síðustu tólf mánuðum í ensku úrvalsdeildinni. Einungis í desember síðastliðnum fann hann sig aðeins; skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö mörk.

Hann hefur þó enn tækifæri til að bæta við marki eða stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni er Manchester United mætir Crystal Palace um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×