Enski boltinn

Gylfi og félagar hafa skellt í lás á Goodison: Fengu síðast á sig mark í febrúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Pickford og Andre Gomes hressir í leikslok.
Jordan Pickford og Andre Gomes hressir í leikslok. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa heldur betur skellt í lás á heimavelli í síðustu sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Everton vann 1-0 sigur á Watford um Belgian en markið kom snemma leiks. Eftir langa sendingu Lucas Digne fram völlinn fékk Bernard boltann og kom boltanum í netið.

Eftir það stóðust leikmenn Everton öll áhlaup Watford og lokatölur 1-0 en þetta var fimmti sigur Everton á heimavelli í síðustu sex leikjum. Í öllum sex leikjunum hefur Everton haldið hreinu.







Heimavallar-múrinn hófst með jafntefli gegn grönnunum í Liverpool 3. mars og í kjölfarið fylgdu sigrar gegn Chelsea, Arsenal og Manchester United.

Í síðasta heimaleik tímabilsins vann Everton svo 1-0 sigur í Íslendingaslag gegn Burnley og þeir byrjuðu svo tímabilið, eins og áður segir, á 1-0 sigri á Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×