Tónlist

Jónas Sigurðs­son gefur út tón­listar­mynd­band við Höldum á­fram

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jónas og félagar óðu út í sjó við tökur á myndbandinu.
Jónas og félagar óðu út í sjó við tökur á myndbandinu.
Í dag, laugardag, sendir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá sér nýtt myndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað.

Myndbandið er unnið af Bernhard Kristni ljósmyndara og var tekið upp í sjónum og fjörunni við Þorlákshöfn á haustdögum 2018. Myndbandið var skotið við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að fór vel fram á meðan Jónas og Tómas Jónsson busluðu í sjónum ásamt gömlu píanói sem þeir höfðu dröslað út í sjó meðan á tökunum stóð.

Klippa: Jónas Sig - Höldum áfram
Platan Milda hjartað kom út undir lok árs 2018 og hefur hlotið mikið lof en hún var tilnefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Jónas segir lagið hafa verið innblásið af hugmyndinni að manneskja verði að „keep on keepin‘ on,“ en frasinn kom fram í fjölmörgum slögurum tuttugustu aldarinnar. Frasinn er líklegast eftirminnilegastur í laginu Tangled Up in Blue með Bob Dylan.

Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar.aðsend/Davíð þór
„Lagið Höldum áfram byggir á þessari fallegu hugmynd. Að vera manneskja er að lifa er fastur í óskiljanlegum heimi sem hefur ekkert þekkt upphaf og engan endi. Við lifum í tíma sem byrjaði hvergi og við vitum ekki hvar hann gæti endað.“ Segir Jónas.

Jónas á spjalli við gesti.aðsend/davíð þór


Jónas fagnaði útgáfunni á æskuslóðum í Þorlákshöfn í hádeginu í dag með fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins. Meðfylgjandi eru myndir úr frumsýningarpartýinu en þar var mikil gleði.

Gamla lúðrasveitin hans Jónasar sló meira að segja til og mætti óvænt. Sveitin tók lagið og Jónas spilaði undir.

aðsend/davíð þór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.