Móðirin, Mangayamma Yaramati, segir að hún og 82 ára gamall eiginmaður hennar, hafi ávallt viljað eignast börn en að það hafi ekki tekist fyrr en nú. „Við erum svakalega hamingjusöm,“ segir faðirinn Sitarama Rajarao.
Aðspurð um hvað verði um börnin í framtíðinni, fari svo að foreldrarnir falli frá á næstunni, segir hann ekkert vera í þeirra höndum. „Það sem gerist, gerist. Þetta er allt í höndum guðs.“
Mangayamma segist hafa orðið fyrir nokkru aðkasti í heimabæ sínum þar sem hún hafi verið barnlaus. „Við höfum margoft reynt og hitt marga lækna. Ég hef því aldrei verið hamingjusamari.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kona á áttræðisaldri fæði barn á Indlandi, en árið 2016 kom önnur kona á áttræðisaldri, Daljinder Kaur, dreng í heiminn.