Erlent

Hafnar því að hún vilji segja af sér

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong (LUM), boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hún hafnaði því alfarið að hafa boðið stjórnvöldum í Peking að segja af sér.

Reuters birti í gær hljóðupptöku þar sem heyra mátti hana segja að hún vildi hætta, ætti hún kost á því. Mótmælendahreyfingin sem hefur tröllriðið daglegu lífi í Hong Kong að undanförnu hefur krafist afsagnar Lam en á blaðamannafundi sínum í dag sagðist stjórnandinn aldrei hafa íhugað að segja af sér. Hún hefði trú á að stjórnvöld gætu ráðið við vandann.

„Ég hef aldrei boðið ríkisstjórn Kína að ég segði af mér. Ég hef ekki einu sinni hugleitt að ræða afsögn við ríkisstjórn Kína,“ sagði Lam.


Tengdar fréttir

Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi

Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða.

Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega

Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×