Lífið

„Ætla að vona að hún hafi aldrei hugsað: Nú ætla ég að skilja“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fannar og Jónína þurftu að ganga í gegnum mikið í framkvæmdunum.
Fannar og Jónína þurftu að ganga í gegnum mikið í framkvæmdunum.
Í síðasta þætti af Gulla Byggir á Stöð 2 var fylgst með lokasprettinum hjá þeim Fannari Óla Ólafssyni og Jónínu Björg Benjamínsdóttur sem tóku einbýlishús í Árbænum í nefið.

Húsið keyptu þau af dánarbúi langömmu Fannars. Til að byrja með þurfti að rífa gjörsamlega allt út þar sem allt í húsinu var upprunalegt. Fylgst hefur verið með framkvæmdunum í Árbænum í síðustu tveimur þáttum og nú er framkvæmdum svo gott sem lokið.

Í ferlinu þurftu þau að henda kostnaðaráætluninni út um gluggann og varð kostnaðurinn töluvert meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Bæði voru þau sammála um að þetta hafi ekki reynt beint á hjónabandið en hafi samt verið nokkuð erfitt.

„Þetta reyndi ekki á hjónabandið, ekki í eina sekúndu og ég ætla að vona að hún hafi aldrei hugsað: Nú ætla ég að skilja,“ sagði Fannar í þættinum og hjónin fóru bæði að hlæja.

Hér að neðan má sjá myndbrot úr þættinum í gær en bæði voru þau ánægð með útkomuna. Jónína vill fá smá hvíld frá framkvæmdum en Fannar er strax klár í næsta verkefni.


Tengdar fréttir

Allt rifið út úr einbýlishúsi í Árbænum

Í síðasta þætti af Gulla Byggir á mánudagskvöldið og var þá komið að því að fylgjast með allsherjar endurbótum á einbýlishúsi í Árbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.