Enski boltinn

Arsenal vann dramatískan sigur á Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Danielle van de Donk reyndist hetja Arsenal í kvöld
Danielle van de Donk reyndist hetja Arsenal í kvöld vísir/getty
Það var stórleikur í enska boltanum í kvöld þegar kvennalið Man Utd og Arsenal mættust í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal er ríkjandi meistari á meðan Man Utd er nýliði í efstu deild. Þó enginn venjulegur nýliði þar sem Man Utd setti kvennalið á laggirnar í fyrra; rúllaði upp ensku B-deildinni og hefur á að skipa sterku liði.

Leikurinn var enda hnífjafn en á 89.mínútu kom eina mark leiksins þegar hollenska landsliðskonan Danielle van de Donk skoraði fyrir Arsenal. 

Arsenal með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Man Utd er enn í leit að sínum fyrstu stigum í úrvalsdeildinni þar sem liðið tapaði opnunarleiknum í deildinni einnig 1-0, þá fyrir nágrönnum sínum í Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×