Enski boltinn

Blóðug slagsmál á pöllunum er grannarnir mættust | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hiti í mönnum í gær.
Það var hiti í mönnum í gær. vísir/getty
Það sauð allt upp úr á pöllunum er grannarnir í Barsnley og Leeds mættust í ensku B-deildinni í gær.

Vandræðin brutust út er Leeds komst yfir á 84. mínútu með marki frá lánsmanninum Eddie Nketiah en Leeds bætti svo við öðru marki og lokatölur 2-0.

Slagsmál brutust út á nokkrum stöðum vallarins og áttu lögreglumenn og gæslufólk í fullu fangi með að ráða við vandræðagemsanna.

Stuðningsmaður Leeds er talinn hafa hlaupið endilangan völlinn og fagnað fyrir framan stuðningsmenn Barnsley en var borinn burt af gæslufólki.

Gæslumenn Barnsley eru taldir hafa verið kýldir en Leeds hefur enn ekki tjáð sig um vandræðin.

Sjón er sögu ríkari en nokkrar myndir má sjá hér að neðan. Vara má þó viðkvæma við nokkrum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×