Erlent

Óljóst hvar Mugabe verður grafinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Óvissa ríkir enn um hvar Robert Mugabe, frelsishetja og síðar einræðisherra Simbabve, verði jarðsettur vegna ósættis milli fjölskyldu hans og stjórnvalda.

Mugabe lést úr veikindum í síðustu viku en samkvæmt talsmanni fjölskyldunnar verður hann grafinn eftir helgi. Fjöldi fólks safnaðist saman við heimili Mugabes í höfuðborginni Harare í dag og voru þeir Emmerson Mnangagwa forseti og Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem voru báðir miklir andstæðingar Mugabes síðustu æviárin, á meðal þeirra sem minntust hans.

„Þið vitið vel að við áttum samband við herra Mugabe, á pólitíska sviðinu, sem einkenndist af átökum. En við þurfum að líta til framlags hans. Þess vegna erum við komin hingað til að votta Mugabe-fjölskyldunni samúð okkar sem og öllum Simbabvemönnum, öllum í Afríku,“ sagði Chamisa.

Líkkista Mugabes var síðan flutt á Rufaro-íþróttaleikvanginn í Harare þar sem mikill fjöldi kom saman og minntist hins látna. 


Tengdar fréttir

Robert Mugabe er látinn

Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri.

Frelsishetjan sem varð kúgari

Robert Mugabe, frelsishetja og síðar harðstjóri Simbabve, lést í gær, 95 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en frá því í apríl hafði hann sótt sér læknisþjónustu í Singapúr vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×