Enski boltinn

Maddison skaut föstum skotum að The Sun eftir frétt um milljón króna bakpoka hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maddison í leiknum þar sem hann skoraði sigurmarkið.
Maddison í leiknum þar sem hann skoraði sigurmarkið. vísir/getty
Götublaðið The Sun gerði bakpoka James Maddison að umfjöllunarefni sínu í gær fyrir leik Leicester og Tottenham í enska boltanum.

Maddison mætti með marglitaðan bakpoka frá Louis Vitton en hann kostar um 6500 pund. Það jafngildir einni milljón króna.

Í fyrirsögninni er vitnað í tíst þar sem bakpokinn er kallaður skelfilegur en Maddison var fljótur til á Twitter eftir að fréttin kom út.

„Væri verra ef ég væri haldandi á Sun dagblaði held ég,“ skrifaði leikmaðurinn og lét kall fylgja með þar sem hann er grátandi úr hlátri.







Leicester vann 2-1 sigur á Tottenham í leiknum umrædda þar sem títtnefndur Maddison skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×