Enski boltinn

Jóni Daða mistókst að skora og Swansea upp að hlið Leeds á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Swansea og Bristol í dag.
Úr leik Swansea og Bristol í dag. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson spilaði fyrstu 69 mínúturnar er liðið tapaði 2-1 fyrir QPR á heimavelli.

Staðan var markalaus í hálfleik en í tvígang komust QPR yfir. Sigurmarkið skoraði Nahki Wells stundarfjórðungi fyrir leikslok.

QPR er með sigrinum komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliðunum, en Millwall er í 16. sæti deildarinnar.

Bristol og Swansea gerðu markalaust jafntefli en með sigrinum fer Swansea upp að hlið Leeds á toppnum. Bæði lið með sautján stig.

Öll úrslit dagsins:

Leeds - Derby 1-1

Brentford - Stoke 0-0

Bristol - Swansea 0-0

Cardiff - Middlesbrough 1-0

Luton - Hull 0-3

Millwall - QPR 1-2

Nottingham Forest - Barnsley 1-0

Reading - Blackburn 1-2

Sheffield Wednesday - Fulham 1-1

Wigan - Charlton 2-0

Birmingham - Preston 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×