Ótrúleg endurkoma Arsenal gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarkinu.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Arsenal náði í afar mikilvæg þrjú stig er liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa á heimavelli og náði því að koma til baka eftir vonbrigðin gegn Watford um síðustu helgi.

Gestirnir og nýliðarnir komust yfir á 20. mínútu er John McGinn kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Anwar El Ghazi en varnarleikur Arsenal var ekki upp á marga fiska.

Ainsley Maitland-Niles fékk gult spjald á 11. mínútu og aftur fékk hann gula spjaldið á þeirri 41. mínútu. Þar með var hann sendur í sturtu. 1-0 fyrir Villa í hálfleik.

Arsenal fékk vítaspyrnu eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik og á punktinn steig Nicolas Pepe. Hann kom boltanum í netið en einungis mínútu síðar kom Wesley nýliðunum yfir á nýjan leik.

Calum Chambers jafnaði þó fyrir Arsenal níu mínútum fyrir leikslok og sex mínútum fyrir leikslok var það Pierre-Emerick Aubameyang sem fullkomnaði endurkomu Arsenal.





Arsenal er í 4. sæti deildarinarn með ellefu stig, tveimur stigum á eftir Man. City sem er í öðru sætinu, en Aston Villa er í 18. sætinu með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira