Fimmtándi deildarsigur Liverpool í röð kom á Brúnni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar fyrra marki sínu í dag.
Liverpool fagnar fyrra marki sínu í dag. vísir/getty
Liverpool er áfram með fullt hús stiga eftir að liðið vann 2-1 sigur á Chelsea á útivelli í stórleik 6. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta mark leiksins kom með þrumuskoti á 14. mínútu. Eftir flotta aukaspyrnutaktík þrumaði Trent Alexander-Arnold boltanum efst í markhornið og Kepa Arrizabalaga stóð varnarlaus í markinu.

Chelsea virtist vera jafna metin skömmu síðar er Cesar Azpilicueta kom boltanum í netið en eftir skoðun í VARsjánni sást að Mason Mount var rangstæður í aðdraganda marksins og því markið dæmt af.







Liverpool skoraði svo annað markið einnig eftir uppsett atriði. Fyrirgjöf Andy Robertson eftir aukaspyrnu endaði beint á kollinum sem stangaði boltann í netið. 2-0 í hálfleik.

N'Golo Kante minnkaði muninn fyrir Chelsea á 71. mínútu með laglegu skoti eftir dapran varnarleik Chelsea en nær komust heimamenn ekki og öflugur sigur Liverpool.

Þeir eru því með fimm stiga forskot áfram á toppi deildarinnar en Chelsea er í 11. sæti deildarinnar með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira