Klopp: Chelsea minnir mig á Dortmund Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 13:00 Klopp var léttur á blaðamannafundinum í morgun. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ungt og skemmtilegt lið Frank Lampard hjá Chelsea minni hann á gömlu lærisveina sína í Dortmund. Klopp bjó til ungt og frambærilegt lið hjá Dortmund en í liðinu voru meðal annars Mario Götze, Nuri Sahin, Shinji Kagawa og Robert Lewandowski. Liðið varð meistari í Þýskalandi tvö ár í röð auk þess að vinna þýska bikarinn árið 2012 en Frank Lampard hefur lagt traust sitt á ungu leikmennina hjá Chelsea eftir að hann tók við liðinu í sumar. Lampard hefur gefið leikmönnum eins og Tammy Abraham, Mason Mount og Fikayo Tomori tækifæri á leiktíðinni en Chelsea og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar í enska boltanum. „Þetta er mjög spennandi lið. Þetta minnir mig á liðið mitt hjá Dortmund þegar þeir voru ungir, mögulega yngri en hjá Chelesa,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.Klopp on Chelsea: "They brought in Pulisic in the summer. Tammy Abraham is now a £60m player, Mason Mount is for sure, Hudson-Odoi... "If there was one club who wouldn't be hit too hard by a transfer ban, it was Chelsea." — Neil Jones (@neiljonesgoal) September 20, 2019 „Fólk var alltaf að tala um hversu ungir þeir voru en þeir spiluðu bara því þeir voru góðir. Þeir spiluðu ekki af því þeir voru ungir.“ „Þeir keyptu Pulisic í sumar á 50-60 milljónir punda og allir í kringum hann eru með svipaðan verðmiða á sér. Tammy Abraham er nú 60 milljóna punda virði, Mason Mount kostar 60 milljónir ef ekki meira og Hudson-Odoi var það fyrir.“ „Jorginho er ekki ungur en hann hefur ekki verið lengi í deildinni og Kante lítur út fyrir að geta spilað næstu tuttugu árin. Ef það væri eitt lið sem félagaskiptabannið myndi ekki hafa áhrif á, þá er það Chelsea,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst klukkan 15.30 á sunnudaginn en leikið er á Stamford Bridge. Enski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Snjórinn gæti enn stöðvað stórleikinn á Anfield „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ungt og skemmtilegt lið Frank Lampard hjá Chelsea minni hann á gömlu lærisveina sína í Dortmund. Klopp bjó til ungt og frambærilegt lið hjá Dortmund en í liðinu voru meðal annars Mario Götze, Nuri Sahin, Shinji Kagawa og Robert Lewandowski. Liðið varð meistari í Þýskalandi tvö ár í röð auk þess að vinna þýska bikarinn árið 2012 en Frank Lampard hefur lagt traust sitt á ungu leikmennina hjá Chelsea eftir að hann tók við liðinu í sumar. Lampard hefur gefið leikmönnum eins og Tammy Abraham, Mason Mount og Fikayo Tomori tækifæri á leiktíðinni en Chelsea og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar í enska boltanum. „Þetta er mjög spennandi lið. Þetta minnir mig á liðið mitt hjá Dortmund þegar þeir voru ungir, mögulega yngri en hjá Chelesa,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.Klopp on Chelsea: "They brought in Pulisic in the summer. Tammy Abraham is now a £60m player, Mason Mount is for sure, Hudson-Odoi... "If there was one club who wouldn't be hit too hard by a transfer ban, it was Chelsea." — Neil Jones (@neiljonesgoal) September 20, 2019 „Fólk var alltaf að tala um hversu ungir þeir voru en þeir spiluðu bara því þeir voru góðir. Þeir spiluðu ekki af því þeir voru ungir.“ „Þeir keyptu Pulisic í sumar á 50-60 milljónir punda og allir í kringum hann eru með svipaðan verðmiða á sér. Tammy Abraham er nú 60 milljóna punda virði, Mason Mount kostar 60 milljónir ef ekki meira og Hudson-Odoi var það fyrir.“ „Jorginho er ekki ungur en hann hefur ekki verið lengi í deildinni og Kante lítur út fyrir að geta spilað næstu tuttugu árin. Ef það væri eitt lið sem félagaskiptabannið myndi ekki hafa áhrif á, þá er það Chelsea,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst klukkan 15.30 á sunnudaginn en leikið er á Stamford Bridge.
Enski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Snjórinn gæti enn stöðvað stórleikinn á Anfield „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira