Enski boltinn

„Pochettino er besti þjálfari úr­vals­deildarinnar síðustu fjögur ár“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það fer vel á með Pochettino og Flores.
Það fer vel á með Pochettino og Flores. vísir/getty
Mauricio Pochettino er besti knattspyrnustjóri ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Þetta segir Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, um kollega sinn hjá Tottenham.

Watford og Tottenham mætast um helgina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. Þeir mættust einnig á spænskri grundu er Flores var hjá Valencia og Pochettino hjá Espanyol.

Flores er ný mættur aftur til Watford en hann stýrði einnig liðinu frá 2015 til 2016. Hann var svo aftur ráðinn til starfa eftir slaka byrjun Watford á þessari leiktíð og hann ber Pochettina vel söguna.

„Ég elska hann. Hann er besti þjálfarinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu fjögur ár. Það er mín skoðun,“ sagði Flores fyrir leik helgarinnar.

„Þegar ég var síðast hjá Watford fannst mér hann vera besti stjórinn hvernig hann hreyfði liðið og hvernig liðið hans spilaði.“







Tottenham hefur verið í vandræðum það sem af er leiktíðinni en sér Flores fram á að Pochettino verði lengi áfram hjá Tottenham?

„Auðvitað er þetta erfiður tími hjá honum og liðinu núna en fyrir mér er hann besti þjálfarinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu fjögur ár.“

„Gagnrýnin er undir ykkur komið, ekki mér. Þetta fer eftir úrslitunum. Úrslitin koma með gagnrýni.“

Tottenham og Watford mætast klukkan 14.00 á laugardaginn. Tottenham er í 9. sætinu með ellefu stig en Watford er á botninum með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×