Enski boltinn

Ítarlegt viðtal við Ed Woodward sem segir starf Solskjær traust: „Enginn er stærri en félagið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ed Woodwar
Ed Woodwar vísir/getty
Ed Woodward er í ítarlegu viðtali hjá Sky Sports en stjórnarformaðurinn hjá Manchester United hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði.

Woodward tók þá ákvörðun að ráða Ole Gunnar Solskjær til að leysa Jose Mourinho af hólmi er hann var rekinn í desember. Manchester liðið hefur unnið fimm af síðustu 23 leikjum sínum í deildinni.

Woodward og aðrir forráðamenn félagsins hafa legið undir mikilli gagnrýni og hafa borist sögusagnir af því að vinni Solskjær ekki gegn Liverpool á sunnudaginn verði hann látinn fara. Því vísar Woodward á bug.

„Ole hefur einnig komið með inn í félagið gamla agann sem hefur kannski vantað síðustu ár. Hann er að byggja lið sem ber virðingu fyrir sögu félagsins þar sem leikmenn leggja mikið á sig og bera virðingu fyrir samherjum sínum,“ sagði Woodward.







„Enginn er stærri en félagið. Breytingarnar í sumar gerðu það að verkum að við erum með ungt lið en þetta er einnig lið þar sem leikmennirnir og kúltúrinn gerir það að verkum að við getum hafið nýtt ferðalag.“

Gagnrýnin á stjórn Woodward hefur meðal annars verið sú að innan félagsins sé fólk að taka ákvarðanir sem hefur ekkert vit á fótbolta. Bretanum sárnar þessi ummæli.

„Það er della að við séum með fólk sem veit ekkert um fótbolta að taka ákvarðanirnar og það er móðgandi fyrir það sem frábæra fólk sem starfar fyrir félagið. Margt fólkið þar hefur verið í sama starfinu í yfir tíu ár.“

„Sumir njósnarar félagsins hafa unnið fyrir félagið í meira en 25 ára. Við höfum bætt við okkur fleiri starfsmönnum til að bæta við hópinn og við vonumst til þess að þetta skili sér á skilvirkan og afkastamikinn hátt,“ sagði Woodward.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir

Van der Sar vill starfa fyrir Man Utd

Hollendingurinn stóri og stæðilegi er starfandi stjórnarformaður hjá Ajax en dreymir um að vinna fyrir Manchester United í náinni framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×