Lífið

Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórunn fór í gegnum alla tilfinningaskalana í þættinum í gær.
Þórunn fór í gegnum alla tilfinningaskalana í þættinum í gær.
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar.

Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák.

Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við

.

.

.

.

.

Alejandro Muñoz lék lykilhlutverk í leitinni af fjölskyldu Þórunnar.
Í gær var komið að því að fara út til Kólumbíu, nánar tiltekið til Bógata. Fyrir ferðina hafði Sigrún komið sér í samband við landsþekktan sjónvarpsmann í Kólumbíu að nafni Alejandro Muñoz sem heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína.

Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar.

Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.

Fallegt augnablik þegar Þórunn hitti móður sína í fyrsta sinn.
Einnig kom fram að Virginia hafi aldrei haldið því leyndu fyrir dætrum sínum að hún hafi gefið eina stúlku til ættleiðingar og leið ekki sá dagur sem hún hugsaði ekki um Þórunni.

Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn.

Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu.

Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður.

Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×