Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. október 2019 08:51 Xi Jingping, forseti Kína. AP/Bikash Dware Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt. Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt.
Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45
Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15
Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28