Telur uppruna mannsins í Botsvana Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. október 2019 06:45 Svæðið sunnan við Zambesi-fljót einkennist af saltlagi. Nordicphotos/Getty „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
„Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira