Enski boltinn

„Þegar Man. United hringir þá er enginn möguleiki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
James í leik með Man. United fyrr á leiktíðinni.
James í leik með Man. United fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Daniel Farke, stjóri Norwich í ensku úrvalsdeildinni, segir að hann hafi reynt að klófesta Daniel James í sumar en hafi orðið undir í baráttunni gegn Manchester United.

Hinn 21 ára gamli vængmaður gekk í raðir United í sumar frá Swansea en þeir rauðklæddu borguðu sautján milljónir punda fyrir Wales-verjann.

Norwich vann ensku B-deidlina á síðustu leiktíð og segir Farke að hann hafi haft áhuga á James en þeir hafi, eðlilega, orðið undir í baráttunni.

„Hann er leikmaður sem mér hefur alltaf líkað vel við og ég reyndi að sjá hvort að það væri möguleiki að við gætum unnið saman,“ sagði Farke.







„Því miður hringdi Manchester United og þá er ekki möguleiki fyrir Norwich að fá leikmanninn.“

Man. United mætir Norwich í dag en gengi James hjá United hefur ekki komið Farke á óvart.

„Ég er ekki hissa á því hversu fljótt hann varð lykilmaður. Allt hrós á hann því hann er nú þegar orðinn mikilvægur fyrir þá,“ sagði Farke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×