Enski boltinn

„Vil ekki segja fyrir framan mynda­vélarnar það sem ég sagði í klefanum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hasenhuttl var ekki skemmt.
Hasenhuttl var ekki skemmt. vísir/getty
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, skammaðist sín fyrir frammistöðu síns liðs er liðið var niðurlægt af Leicester í gærkvöldi.

Southampton var 1-0 undir eftir tíu mínútur og fengu rautt spjald í kjölfarið. Leicester bætti heldur betur í og skoraði átta mörk til viðbótar og lokatölur 9-0.

Það var ekki upplitsdjarfur Hasenhuttl sem mætti til viðtala í gær.

„Frammistaðan var hörmuleg og ég verð að biðjast afsökunar og taka 100% ábyrgð á þessu,“ sagði Austurríkismaðurinn eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég hef aldrei séð lið bregðast svona við. Það var engin barátta. Það var skelfilegt að horfa á þetta og allir sem kláruðu leikinn eru alvöru stuðningsmenn þessa félags.“







„Leicester voru betri á öllum sviðum leiksins. Þetta sem við buðum upp á í kvöld er ekki eins og ég vil sjá liðið mitt spila,“ en hvað sagði hann eftir leikinn í gær?

„Það er ekki eitthvað sem ég vil segja hérna fyrir framan myndavéina. Við höldum því inn í búningsklefanum,“ sagði Hasenhuttl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×