Newcastle og Wolves skiptu stigunum á milli sín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Newcastle og Wolves skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á St. James' leikvanginum í dag en eitt rautt spjald fór einnig á loft.

Newcastle komst yfir á 37. mínútu með skallamarki frá Jamaal Lascelles. Federico Fernandez gaf frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem fyrirliðinn stangaði í netið.

Á 72. mínútu jöfnuðu gestirnir metin. Eftir laglegt samspil Adama Traore og Matt Doherty lenti Martin Dubravka, markvörður Newcastle, í vandræðum sem endaði með því að Jonny kom boltanum yfir línuna.







Átta mínútum fyrir leikslok fékk Sean Longstaff beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Ruben Neves. Hann vissi sjálfur upp á sig skömmina.

Lokaölur urðu 1-1 en Newcastle er í 17. sæti deildarinnar með níu stig. Wolves er í ellefta sætinu með tólf stig.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira