Swansea hafði betur í slagnum um Wales Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2019 13:45 Sigurmarkinu fagnað. vísir/getty Swansea hafði betur gegn Cardiff, 1-0, er liðin mættust í slagnum um Wales í ensku B-deildinni í dag. Leikurinn var ekki mjög fjörugur en fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós á 24. mínútu leiksins. Þá skoraði Ben Wilmot eftir að Svanirnir höfðu tekið stutta hornspyrnu. Hann var einn og óvaldaður og stangaði boltann framhjá Neil Etheridge. Cardiff gerði allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en bestu færin fengu Swansea undir lokin er þeir sóttu hratt á fáliðaða gestina. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-0 sigur Swansea. Þeir eru nú í 4. sæti deildarinnar með 25 stig en Cardiff er í 14. sætinu með átján stig.FT | 1-0 WE'VE DONE IT!!!!!!!!#SWACAR | @SkyBetChamppic.twitter.com/3o1myIQTPi — Swansea City AFC (@SwansOfficial) October 27, 2019 Enski boltinn
Swansea hafði betur gegn Cardiff, 1-0, er liðin mættust í slagnum um Wales í ensku B-deildinni í dag. Leikurinn var ekki mjög fjörugur en fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós á 24. mínútu leiksins. Þá skoraði Ben Wilmot eftir að Svanirnir höfðu tekið stutta hornspyrnu. Hann var einn og óvaldaður og stangaði boltann framhjá Neil Etheridge. Cardiff gerði allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en bestu færin fengu Swansea undir lokin er þeir sóttu hratt á fáliðaða gestina. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-0 sigur Swansea. Þeir eru nú í 4. sæti deildarinnar með 25 stig en Cardiff er í 14. sætinu með átján stig.FT | 1-0 WE'VE DONE IT!!!!!!!!#SWACAR | @SkyBetChamppic.twitter.com/3o1myIQTPi — Swansea City AFC (@SwansOfficial) October 27, 2019