„Fékk sent myndband af honum og ég skildi ekki hvað hann var að segja“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2019 12:00 Robin van Persie og Unai Emery. vísir/getty Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie. Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie.
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira