Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 20:00 Guðrún Andrea Sólveigardóttir fékk svör við spurningum um pabba sinn. Þau voru hins vegar ekki falleg. Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44
Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30