Carragher bað Evra afsökunar: „Suarez-bolirnir voru risastór mistök“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2019 07:30 Leikmenn Liverpool hita upp í bolnum. vísir/getty Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira