Enski boltinn

„Klár vítaspyrna og ég hélt að VAR væri fyrir þannig atvik“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unai Emery hugsi í kvöld.
Unai Emery hugsi í kvöld. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, var ekki upplitsdjarfur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 tap Arsenal gegn nýliðum Sheffield United á útivelli í kvöld.

„Góða kvöldið,“ voru fyrstu orð Unai er hann mætti í viðtalið við BBC áður en hann hélt áfram og kvartað undan vítaspyrnu sem Arsenal vildi fá í fyrri hálfleik Bukayo Sako féll við:

„Við áttum meira skilið. Mér fannst að við fengum góðu færin í hálfleikin en þeir fengu fleiri hornspyrnur en við vildum og þeir skoruðu úr einu þannig. Svo áttum við að fá augljósa vítaspyrnu og ég hélt að VAR væri fyrir það.“

Fyrsta og eina mark leiksins kom úr hornspyrnu í fyrri hálfleik en Arsenal hefur gengið bölvanlega að verjast hornspyrnum.

„Í síðari hálfleik var varnarlínan aftar og hafði góð tök á leiknum. Það var minna svæði en við fengum samt þrjú eða fjögur færi. Við áttum meira skilið en vorum að bæta sterku varnarliði.“

Gengi Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska á útivelli en Emery segir að liðið sé ekkert öðruvísi undirbúið er á útivöll er komið.

„Við fengum tólf horn og þeir fengu sjö eða átta. Þeir skora svo úr einu þannig en við undirbúum okkur alveg eins fyrir leiki á heima- og útivelli. Við hugsum um að vinna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×