Enski boltinn

Kea­ne blöskraði faðmlögin í leik­manna­­göngunum: „Þú ert á leið í stríð gegn þessum leik­­mönnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane og spekingarnir á vellinum í gær.
Roy Keane og spekingarnir á vellinum í gær. vísir/getty
Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports, var ekki hrifinn af því sem gerðist í leikmannagöngunum fyrir stórleik Liverpool og Man. United í gær.

Fabinho og Roberto Firmino knúsuðu þá Fred og Andreas Pereira fyrir leikinn í gær áður en liðin gengu út á völlinn en þeir eru allir frá Brasilíu.

Þessu var Keane ekki hrifinn af en hann var yfirleitt harður í horn að taka.

„Þetta er andstyggilegt. Þú ert að fara í stríð gegn þeim og þeir eru að kyssast og knúsast. Ekki einu sinni kíkja á þá. Þú ert að fara berjast gegn þeim,“ sagði Keane fyrir leikinn.







„Leikurinn hefur ekki breyst mikið en leikmennirnir hafa breyst. Þú ert að fara í stríð gegn þessum leikmönnum og þeir eru að knúsa hvorn annan. Talaðu við þá eftir leikinn eða jafnvel bara slepptu því alveg.“

Það gekk mikið á þegar Keane var í herbúðum Man. United og eitt af eftirminnilegustu atvikunum er þegar honum og Patrick Viera lenti saman í göngunum fyrir leik Arsenal og United á Highbury árið 2005.


Tengdar fréttir

Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk

Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi í janúar á síðasta ári, tímabundið allavega. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×