Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað.
„Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni.
Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.

Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans.