Enski boltinn

Sky Sports segir Mourin­ho vilja í ensku úr­vals­deildina til að vinna bikara með þriðja liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho léttur í bragði.
Mourinho léttur í bragði. vísir/getty
Sky Sports fréttastofan greinir frá því að portúgalski knattspyrnustjórinn, Jose Mourinho, vilji ólmur starfa aftur í ensku úrvalsdeildinni svo að hann eigi möguleika á að vinna bikara með þriðja enska liðinu.

Þessi 56 ára gamli stjóri hefur verið án félags eftir að hann var rekinn frá Manchester United í desember fyrir um tæpu ári síðan.

Síðan þá hefur hann meðal annars neitað tilboði frá Benfica í heimalandinu og risa tilboði frá Kína en sá samningur er talinn hafa hljóðað upp á 88 milljónir punda.





Samkvæmt heimildum Sky Sports vill Mourinho ólmur komast í enska boltann á ný og sögusagnirnar um að hann sé að bíða eftir starfinu hjá Real Madrid séu ekki réttar.

Hann vill vinna bikara með þriðja ensku liðinu en áður hafði hann unnið til verðlauna með bæði Chelsea og Manchester United. Í gær var hann svo orðaður við Arsenal.

Mourinho hefur starfað sem spekingur hjá Sky Sports í vetur og vakið mikla lukku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×